Villibráðarhlaðborð Villta Kokksins

20.-26.-og 27. október í Háteig, glæsilegum veislusal á Grand Hótel Reykjavík

Úlfar Finnbjörnsson, yfirkokkur hér á Grand Hotel Reykjavík, verður með glæsilegt villibráðarhlaðborð á Grand Hótel Reykjavík í lok október 2018. Þar mun Úlfar leika lausum hala og töfra fram um 60 ómótstæðilega veislurétti matreidda úr íslenskri og erlendri úrvals villibráð. Um er að ræða árlegan viðburð sem verður einfaldlega vinsælli með hverju ári. Villibráðarhlaðborðið haldið í Háteig, nýjum og stórglæsilegum veislusal hér á hótelinu sem tekinn var í notkun seint á síðasta ári.

Úlfar, sem er betur þekktur sem villti kokkurinn, er enginn nýgræðingur í þessum bransa en hann er höfundur Villibráðarbókarinnar og Stóru Alifuglabókarinnar ásamt því að hafa unnið til fjölda kokkaverðlauna.


Salur: Háteigur
Fordrykkur: Hefst kl. 19:00 laugardaginn 20. - og 27.október en 19:30 föstudaginn 26. otkóber
Netfang: info@grand.is eða radstefnudeild@grand.is 
Villibráðarhlaðborð